公司冰岛语教师王书慧专访冰岛导演弗里德里克•索尔(Friðrik Þór)

来源:伟德betvlctor体育官网 时间:2018-11-29 点击数:

    弗里德里克•索尔•弗里德里克松(Friðrik Þór Friðriksson),生于1954年。是冰岛最知名、最多产的导演,他成立了冰岛电影史上具有里程碑意义的冰岛电影联合会,导演和制作了多部获得国际大奖电影作品,亲自把冰岛电影带进国际视野。他的作品冰岛特色浓厚,往往混合了怀旧的韵味,有敏锐的写实能力,充满了人文关怀,因此是中老年冰岛人最爱戴的电影人。导演最新的作品之一《我的妈妈》(Mamma Gógó)将于本月11月30日在中国电影资料馆放映。该片讲述了一位电影导演和患上阿尔兹海默症的母亲的故事。


    2018年11月28日上午 10:00-10:30导演在北京海航大厦星巴克接受了公司冰岛语教师王书慧的专访:


(Q代表提问,FÞF代表导演的回答)


Q:Að hvaða leyti speglar sonur Gógó þig sem leikstjóra?

《我的妈妈》这部电影中的导演,在多大程度上能反映作为导演的你?


FÞF:Þetta er sko byggt á lífsreynslu minni. Móðir mín hét Gógó, hún fékk alzheimer fyrir mörgum mörgum árum. Svo allt sem gerist í myndinni gerist á löngum tíma. En ég þarf að láta myndina gerast á stuttum tíma. En allt sem gerist í myndinni kom raunverulega fyrir hana. Aðalatriði var að bíða eftir að aðalleikkonan væri nógu gömul til að leika hana. Sama leikkona og var í 79 af stöðinni, ég vildi hafa hana eins gamla og hægt var. En ég þurfti að drífa svolítið í þessu því þessi sem lék Gunnar, pabba minn, drauginn í myndinni, hann var orðinn mjög gamall. Hann dó líka tveimur árum eftir myndin var gerð. Þannig að ég rétt náði að gera myndina. Krisbjörg leikkona, hún er yngri og alltaf voða hress.

这部电影就是基于我的生活经历的。我的妈妈,我们昵称她Gógó,在很多年之前患上阿尔兹海默综合征。电影里发生的事情其实发生在(真实生活的)很长一段时间内,但是我需要压缩到很短的(电影里展现的)时间里,但是电影里所有的事情都在现实里发生过。主要的问题就是在等女主角变老,我们的女演员是《79站台》里的女演员,我想让她越老越好,但同时还得加紧,因为演“我”爸爸的那个演员,电影里的那个“鬼”,他很老了,《我的妈妈》杀青两年后他便去世了,所以我也就是很及时地把这部电影制作出来。还好就是女主演员一直还很健康。


Q:Þannig að það er alveg satt að leikstjórinn í myndinni sem lendir oft í fjárhagsvanda og eins og þú?

也就是说,你也和影片里的导演一样,经常陷入财务危机中?


FÞF :Já ég missti húsið mitt í kreppunni 2008. En allt í myndinni er raunverulegt. Allt sem gerðist í myndinni gerist fyrir mig.

是的,我在2008年经济危机里就把房子丢了。电影里发生的一切也发生在我身上。


Q: Jafnvel samband leikstjórans og konu hans, hjónabandið í myndinni?

连人物关系也是?电影里的导演和妻子之间?


FÞF:Já, ég var að gera grín að því.

这个我就有点拿它开玩笑了。


Q:Og skoðun þín á Hollywood myndum?

那电影里的导演对好莱坞电影的观点(也就是你的观点了)?


FÞF: Ég hef sagt það oft, Hollywood er bara að drepa tíma. Svona fast food. Þú er orðinn svangur og borðar, verður saddur og svo svangur aftur. Frekar óhollt. Já, ég hef sagt þetta um allan heim.

我说过很多次了,好莱坞就是用来消磨时间的,就是快餐。你饿了,然后吃,之后又饿了,很不健康。我这观点跟全世界都说过。


Q:Niðurstaðan er sú að Mamma Gógó endurspeglar líf þitt?

也就是说,《我的妈妈》这部电影,和你的人生一模一样?


FÞF :Já, nema mamma mín lifði til 100 ára aldurs. Hún dó ekki fyrr en 2014.

是的,不过,在现实中我的妈妈活到了100岁,2014年去世的。


Q:Englar Alheimsins, Sólskinsdrengurinn, Á köldum klaka. Efni þessara mynda eru geðvandamál, einhverfa, heilabilun, málefni eldri borgara, útlendingar. Viðfangsefni mynda þinna eru um minnihlutahópa í samfélaginu. Hvað fær þig til að taka þessi mál upp? Hvað fær þig til að beina sjónarhorninu að þeim? Af hverju?

你的电影《宇宙天使》,《阳光男孩》,《在冰岛》,《我的妈妈》《自然之子》所涉及的内容有:抑郁症,自闭男孩,阿尔兹海默、或者说老年问题,外国人,都是关于社会上的小众群体。是什么让你把镜头瞄准他们?为什么?


FÞF:Ég hef alltaf verið hrifinn af outsiders, eða utangarðsfólki, það þarf að fá athygli. Fólk sem er öðruvísi er áhugaverðara en venjulega fólkið í samfélaginu. Þetta fólk segir mér miklu meira heldur en hið svokallaða ‚norm‘ í samfélaginu.

我一直都是很喜欢边缘人群,“外人”。他们需要关注。特殊的人群比正常的人群更加的有意义,比起所谓的“正常”,这些人能告诉我更多的东西。


Q:Í Sólskinsdrengnum fór fjölskyldan til Bandaríkjanna í leit að meðferð. Var þetta fyrirfram skipulagt eða var þetta tilviljun?

在《阳光男孩》(又译:母亲的勇气:应答自闭症)这部纪录片中,全家去美国寻找治疗方法,这个过程是事前安排的,还是都是没有预期的?


FÞF :Þetta var bara tilviljun. Við vorum að reyna að finna einhverja lausn fyrir drenginn. Svo fundum við þessa indvesku konu og þetta gerðist .Við fylgdumst með fjölskyldunni í 4 ár.

没有预期,我们只是试图给这个男孩寻找治疗方法,之后找到了这个印度妈妈,就这么发生了。我们跟拍了这个家庭4年。


Q:Myndin er mjög hlý því að drengurinn byrjaði að tjá sig um hvað hann langaði að gera.

电影的温暖之处在于(最终)这个男孩开始表达自己了,表达出了自己的愿望。


FÞF: Þetta var svolítið kraftaverk. Hann er reyndar orðinn blindur núna. Hann er ennþá í Bandaríkjunum. Hann er með jafnöldrum sínum í skóla og hann er langhæstur í bekknum. Hann er með einhver IQ 180, hann er mjög gáfaður. Hann er langhæstur í sínum bekk, samt er hann blindur.

这确实是奇迹。但是这个孩子现在完全看不见了。他还在美国,跟同龄人一起上学,他成绩优异,在智商检测中有180的样子,很聪明。在班上是成绩最好的,但是还是完全失去了视力。


Q: Allir tala um séríslenskar bíómyndir. Ég myndi telja að þínar myndir falli undir þá skilgreiningu. En hvað finnst þér vera einkenni íslenskra mynda?

En þú ert mjög næmur, viðkvæmur fyrir ‚hvað er íslenskt. Ég held að þú sért alltaf með þetta gests auga, einhvern veginn. Að horfa á sjálfan þig , ekki satt? Hvað telur þú vera einkenni íslenskra mynda?

冰岛人爱谈论“冰岛电影”,我觉得你的电影就非常的冰岛。所有的细节都是冰岛的。我觉得你对“冰岛的”非常敏感,好像你总能跳出来审视自己,是不是这样?你觉得冰岛电影的特点是什么?


FÞF :Ég reyni að að horfa á samfélagið úr fjarska. Eins og í Bíódögum nota ég sjálfan mig sem barn í bíómyndinni til að fá ákveðið sjónarhorn á samfélagið.

Íslenskar bíómyndir eru bara íslenskar bíómyndir sem fást við íslenskt samfélag eins og það er. Myndir eins og Hulda eru mjög íslenskar, og margar fleiri. Til samanburðar má segja, að ef þú er kokkur, þarft þú að elda mat úr þínu umhverfi. Kjöt og kindur sem hlaupa fyrir utan gluggann hjá þér, eða kálfa, nú eða fisk sem kemur sprikklandi úr læknum eða sjónum. Fólk er að gera mynd úr sínum eigin raunveruleika. En við reynum líka að ná vinsældum erlendis. Það sem er “global” er “local”.

我试着离开一段距离来观察社会。如同在《光影岁月》里,我用我,或者电影里的孩子,作为社会观察者。(我认为)冰岛电影就是那些以真实的冰岛社会为素材的电影。比如最近的电影的《Hulda》,还有更多的。我经常这样比较,如果你是厨师,你得使用你手边的食材,肉,要用你窗户外边跑着的羊,或者牛,或者从河里海里捞上来的活蹦乱跳的鱼。人要从自己所处的现实中去创作电影。但我们也在试图在外国有一定的关注,所谓的世界的就是民族的。


Q:Þú gerðir mynd byggða á skáldsögu Einars Más, Engla alheimsins. Hvernig þekkirðu hann? Ertu bókunnandi? Ertu að leita efni í bókunum?

《宇宙天使》是基于埃纳尔•茂尔的小说。你怎样认识他的?你是否特别爱读书?是否有意在书中寻找电影素材?


FÞF :Hann er bekkjarbróðir minn. Ég hef þekkt hann síðan ég var 10 ára.

Já, ég var í bókmenntum í háskólanum. Núna er það Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson sem við erum að gera mynd eftir.

Einar Már Gudmundsson, Einar Kárason, þessar myndir sem eru byggðar á skáldsögum eru mjög erfiðar. Djöflaeyjan, þær eru ekki mjög visual, þær fókusera ekki ekki á hið sjónræna, heldur texta, sko.

他是我的同学,我们从10岁开始就认识了。是的,我读书,我大学学的是文学。现在我们正在把贡纳尔•贡纳尔松的小说《黑鸟》改编电影。(之前的几部电影)《宇宙天使》《自然之子》《魔鬼岛》基于小说的电影其实挺难的,这些小说不是特别有画面感,作者想的是文字,而非画面。


Q:Endirinn á Mömmu Gógó er rómantísk sena. Miðað við allt annað í myndinni sem er svo raunverulegt og jarðbundið. Þessi rómantíski tónn: Hvernig hún var klædd, svo falleg og elegant , hlý og klár kona, og hvernig myndin endar? Af hverju ?

《我的妈妈》结局很浪漫。对比其他的现实。她的穿着美丽优雅,从始至终温暖聪慧,最终跟爱人团聚,为什么(这样的安排)?


FÞFBara vegna þeirrar trúar að þú munir á endanum hitta ástvini þína í öðrum heimi.

这个也不是浪漫吧。这只是在我们的宗教信念:人(死后)会在另外的维度上遇见自己的挚爱。


Q:En hún, jafnvel með Alzheimer, náði vald á sínu lífi. Stjórnaði sitt líf, og fór eigin leið.

但考虑到她患有阿尔兹海默症,却依然特立独行,自己掌握命运这一点…


FÞF:Ó, hún var rebel, uppreisnarkona eins og hún var í eigin lífi.

哦,是的,我的妈妈就是一个叛逆和特立独行的人。


Eiríkur S. Ólafsson 冰岛语编辑/Eiríkur S. Ólafsson prófarkarlas



Copyright 伟德bevictor(源于英国1946)官方网站-中文版本 版权所有. 地址:北京市海淀区西三环北路2号/19号    邮编:100089  Supported by BFSU ITC

手机版